Færslur: 2022 Júní

28.06.2022 20:39

Goði SU 62 á Djúpavogi

                              2179 Goði SU 62 kemur til hafnar á Dúpavogi i dag mynd þorgeir Baldursson 28 júni 2022

28.06.2022 19:04

Jökull SF 75

                                     6649 Jökull Sf 75 mynd þorgeir Baldursson 28 júni 2022

26.06.2022 11:11

Langaði alltaf að hitta bjargvættina

Óskar P. Friðriksson á strandstað í Hornsvík í einstakri blíðu árið 2020. Mynd/Halli í London

 

Mikil mildi var þegar fjórtán skipverjum af loðnubátnum Sæbjörgu VE frá Vestmannaeyjum var bjargað í land í björgunarstólum eftir að skipið strandaði í Hornsvík, skammt austur af Stokksnesi, 17. desember 1984. Einn af skipverjunum fjórtán var Óskar P. Friðriksson.

„Vél bátsins bilaði og hann rak stjórnlaust upp í fjöruna. Veðrið var slæmt og útlitið ekki gott því við hefðum getað lent á Stokksnesi þar sem öldur brotnuðu á klöppum langt út í sjó.  Einnig var um tíma hætta á því að við lentum á Hafnartanga þar sem braut yfir það og engin aðstaða fyrir björgunarsveitarmenn að athafna sig. Við strönduðum á besta stað, úr því sem komið var. Björgunarfélagið á Hornafirði bjargaði allri skipshöfninni 14 manns í land með fluglínutæki,“ rifjar Óskar upp.

Óskar segist alltaf hafa litið inn í Hornsvíkina þegar hann var á sjó eftir strandið þegar siglt var þar fram hjá og bjart var úti.

„Og alltaf sá maður flakið í fjöruborðinu. Ég hætti síðar á sjó en sigldi þarna fram hjá á loðnuvertíðinni 2017 er ég var með strákunum á Heimaey VE 1. Ekkert var að sjá í Hornsvík þann daginn enda skipið horfið.“

 

Morgunblaðið 18. desember 1984

Morgunblaðið 18. desember 1984

 

Farið austur í Hornsvík

Þegar 30 ár voru liðin frá strandinu ritaði Óskar söguna eins og hann mundi hana. Hann vildi hafa allt eins rétt og hægt var. Hann ræddi lengi við Guðbrand Jóhannsson sem hafði verið formaður Björgunarfélagsins á þeim tíma sem Sæbjörgin fórst og tók þátt í björguninni. Guðbrandur sendi Óskari gögn úr bókum Björgunarfélagsins þar sem tímasetningar komu vel fram, eins og hvenær fyrsti skipbrotsmaðurinn var dreginn í land og hvenær sá síðasti.

 

.

.

 

„Það var tilkomumikil stund haustið 2020 að keyra að húsi Björgunarfélagsins á Hornafirði og flestir þeir sem tóku þátt í björgun okkar skipbrotsmanna á Sæbjörgu VE 56, 17. desember 1984 voru mættir til að hitta mig. Ég gekk að hverjum og einum, tók í hendur og sagði það sama við alla, „takk fyrir síðast“. Við stóðum í smá stund þarna og spjölluðum saman. Ég fann það að þessum ágætu mönnum þótti það eins gott að hitta mig eins og mér þótti það að hitta þá.“

Náttúruundrið

„Það fóru fimm Björgunarfélagsmenn með okkur Eyjamönnunum í Hornsvíkina. Hún er ótrúlega fallegt náttúruundur þessi vík og sennilega er þetta eini staðurinn á Íslandi þar sem maður nánast gengur á sjónum, eða svo virðist það vera. Gjaldskylda er fyrir þá sem vilja fara í víkina en hliðið var opnað fyrir okkur án þess að við þyrftum að borga. Guðbrandur sagði okkur á leiðinni frá Stokksnesi að vörubíllinn með fluglínutækjunum hefði verið uppi á veginum og þaðan voru 130 metrar í Sæbjörgu,“ rifjar Óskar upp.

 

Haustvertíðin á loðnu var ævintýralega góð hjá áhöfninni á Sæbjörginni. Myndin er tekin fáeinum vikum fyrir hinn örlagaríka dag. Mynd/Óskar P. Friðriksson

Haustvertíðin á loðnu var ævintýralega góð hjá áhöfninni á Sæbjörginni. Myndin er tekin fáeinum vikum fyrir hinn örlagaríka dag. Mynd/Óskar P. Friðriksson

 

Það var þá sem Óskar gerði sér fyrst ljóst hvað þeir skipsverjarnir höfðu verið dregnir langa leið frá hinu strandaða skipi og upp í fjöruna. Einnig kom það Óskari mjög á óvart að það var bara eitt sker á strandstaðnum en allir um borð töldu að þau hefðu verið tvö.

„Guðbrandur og félagar hans sýndu okkur stóran klett sem þeir festu blakkir í til að rétta Sæbjörgu þegar þeir björguðu verðmætum úr henni. Þeir sögðu okkur frá þeim feiknarkrafti sem þurfti til að rétta skipið og við sáum hvað hafði brotnað úr berginu við þessi átök,“ segir Óskar.

Nótin og vélin í fjörunni

Það kom Óskari mikið á óvart þegar hann sá hluta af nót Sæbjargar ofarlega í fjörunni.

„Ég vissi að þessi veiðarfæri eru gerð úr sterku og endingagóðu efni en mig furðaði að nótin var enn til þótt Sæbjörg væri horfin. Ég gekk niður að skerinu og með því vestan megin og þá sá ég vélina sem var í Sæbjörgu. Það var þá eitthvað enn eitthvað eftir af skipinu sem ég var á þegar ég var ungur maður haustið 1984.  Ég átti sennilega 4-5 metra eftir í vélina þegar ég komst ekki lengra,“ segir Óskar sem lýsir því hvernig hann stillti sér upp með Björgunarfélagsmönnunum fimm sem komu með austur í fjöru.

„Nú kom sér vel að vera með Halla í London þar sem hann tók myndavél mína og myndaði okkur saman. Næst stilltum við þrír okkur saman upp til myndatöku, Guðlaugur Vilhjálmsson, ég og Guðbrandur Jóhannsson, fyrrverandi formaður Björgunarfélagsins. Það var notaleg stund að hafa þessa tvo heiðursmenn sitthvoru megin við sig,“ segir Óskar en Guðlaugur var 29 ára gamall þegar strandið átti sér stað.

„Hann drýgði ótrúlega hetjudáð þessa nótt er hann náði í  skotlínuna frá okkur í sjónum með því að hlaupa að línunni er hann sá hana. Guðlaugur sem var aðeins klæddur í létt regnföt og hafði öryggisband um mitti sitt, var kominn á mikla ferð þegar alda kom á móti honum en hann stakk sér í ölduna þegar hún var að skella á honum. Hann sá ekkert í kafi en fálmaði með höndunum og fann línuna. Félagar hans í landi byrjuðu að draga í Guðlaug þegar hann hvarf í ölduna, sem varð til þess að hann ætlaði ekki að ná sér upp til að anda, en á endanum náði hann upp og kom með línuna úr skottunnu okkar í land, þar með var komin landtenging við Sæbjörgu.“

 

Óskar hitti Ögmund Magnússon skipstjóra nýlega í skötuveislu í Garðinum. Þeir höfðu ekki hist frá því að Sæbjörg strandaði þann 17. desember 1984.

Óskar hitti Ögmund Magnússon skipstjóra nýlega í skötuveislu í Garðinum. Þeir höfðu ekki hist frá því að Sæbjörg strandaði þann 17. desember 1984.

 

Sú stærsta af öllum

Þegar hópurinn var að fara aftur inn til Hornafjarðar frá Hornsvík, sagði Guðbrandur Óskari og hópnum frá því hvað það hafi verið ótrúlega góð tilfinning að hafa tekið þátt í að bjarga 14 skipverjum úr einu strandi.

 

Sæbjörg VE 56 á strandstað í Hornsvík. Stokksnesið í baksýn og ratsjárstöð bandaríska hersins . Mynd/RAX/Morgunblaðið

Sæbjörg VE 56 á strandstað í Hornsvík. Stokksnesið í baksýn og ratsjárstöð bandaríska hersins . Mynd/RAX/Morgunblaðið

 

„Þeir björgunarfélagsmenn björguðu mörgum á þeim árum þegar Guðbrandur var í félaginu, en Sæbjargarbjörgunin var sú stærsta af þeim öllum. Þessi ferð verður mér alveg ógleymanleg, að hitta lífgjafa mína, menn sem spurðu ekki um tíma, heldur héldu í óveðri um miðja nótt út í fjöru til að bjarga mönnum sem þeir þekktu ekki neitt. Ég man það líka þessa nótt að okkur leið strax betur að vita af því að þeir væru á leiðinni til að bjarga okkur, að það væri hægt. Einnig verður það mér ógleymanlegt að hafa farið í Hornsvík sennilega í besta veðri haustsins og náð að skoða aðstæður við bestu hugsanlegu skilyrði, öfugt við það sem var 17. desember 1984. Svo verður þessi ferð ógleymanleg fyrir það að hafa haft þessa tvo góðu vini sína með sér.“

Heimild Fiskifrettir.is

26.06.2022 09:16

Amma Jóhanna

                               7815 Amma Jóhanna kemur til hafnar á Húsavik i gær mynd þorgeir Baldursson 

                                                      7815 Amma Jóhanna mynd þorgeir Baldursson 

25.06.2022 11:59

Janus ex Börkur Birtingur Nk

                                  1293 Birtingur Nk 124  á siglingu á Eyjafirði mynd Þorgeir Baldursson 

                                            Janus biður brottfarar frá Akureyri  mynd þorgeir Baldursson 

Saga þessa merka aflaskips, Barkar, Birtings var rakin rakin í örstuttu máli á heimasíðu Síldarvinnslunnar fyrir tveimur árum, en það hlýtur að teljast eitt af merkari skipum sem verið hafa í eigu Síldarvinnslunnar.

Síldarvinnslan festi kaup á stóru uppsjávarskipi árið 1973 og fékk það nafnið Börkur. Skipið var 1000 lestir að stærð og efuðust margir í upphafi um að það myndi henta til loðnu- og kolmunnaveiða en tilgangurinn með kaupunum var fyrst og fremst að leggja stund á slíkar veiðar. Stærð skipsins gerði það að verkum að Norðfirðingar hófu fljótlega að kalla skipið Stóra-Börk.

Stóri-Börkur kemur til hafnar í Neskaupstað með fullfermi af loðnu veturinn 1989. Ljósm. Haraldur Bjarnason

Börkur var smíðaður í Noregi árið 1968 og hafði áður en Síldarvinnslan eignaðist hann verið í eigu norsks fyrirtækis. Skipið átti þá heimahöfn í Hamilton á Bermudaeyjum.

Vel gekk frá upphafi að veiða loðnu á Börk og hentaði skipið ágætlega til slíkra veiða. Sífellt urðu farmar skipsins stærri. Í fyrstu voru einungis 750 tonn sett í það en brátt færðu menn sig upp á skaftið og komu að landi með 900 tonna farm en það var þá stærsti farmur íslensks skips. Í næstu veiðiferð sló Börkur fyrra met og kom með 950 tonn. Að því kom síðan að farið var að setja 1.100 tonn í skipið og enn síðar 1.350 tonn.

Kolmunnaveiðar Barkar gengu ekki eins vel og loðnuveiðarnar en hann hélt í fyrsta sinn til veiða á kolmunna 8. maí 1973. Eftir tilraunina til kolmunnaveiða þetta fyrsta ár var hlé gert á þeim en á árunum 1976-1982 hélt Börkur ávallt til kolmunnaveiða að undanskildu árinu 1979. Öll árin var afli tregur auk þess sem verðlagningin á kolmunnanum var ekki til að hvetja til veiðanna.

Árum saman gekk erfiðlega að finna Berki nægjanleg verkefni og stóð reyndar til að selja skipið árið 1976 en ekki kom þó til þess. Ávallt var verkefna leitað og lagði Börkur til dæmis stund á síld- og makrílveiðar í Norðursjó fyrstu fjögur sumrin sem hann var í eigu Síldarvinnslunnar. Síðla sumars 1975 var Börkur sendur til loðnuveiða í Barentshafi en fyrr um árið hafði hann veitt hrossamakríl undan ströndum norðvestur Afríku. Þá má geta þess að um árabil var skipið nýtt til að sigla með ísvarinn fisk frá Neskaupstað til Grimsby yfir sumarmánuðina og til baka flutti hann ódýra olíu sem togarar Síldarvinnslunnar nýttu. Með tímanum jukust verkefni Barkar og að því kom að unnt var að halda honum til fiskjar á heimamiðum stærstan hluta ársins.

Fyrstu 25 árin sem skipið var í eigu Síldarvinnslunnar voru ekki miklar breytingar gerðar á því ef undan eru skilin vélaskipti árið 1979 en þá var sett í það öflugri vél. Í janúarmánuði 1998 kom Börkur hins vegar til heimahafnar frá Póllandi þar sem gagngerar breytingar höfðu verið framkvæmdar á skipinu. Það var lengt um tæplega 15 metra, settur á það bakki, perustefni, ný brú og allar vistarverur skipverja endurnýjaðar. Eins var allur spilbúnaður skipsins endurnýjaður, skipið sérstaklega útbúið til flotvörpuveiða og kælikerfi sett í lestar. Burðargetan að afloknum breytingunum var 1.800 tonn. Staðreyndin er sú að eftir breytingarnar var ekki ýkja mikið eftir af hinu upphaflega skipi. Árið 1999 hélt Börkur síðan í vélarskipti til Englands og þá var sett í hann 7.400 hestafla Caterpillar vél.

Árið 2012 festi Síldarvinnslan kaup á nýjum Berki og þá fékk gamli Börkur nafnið Birtingur. Bar hann það nafn þar til hann var seldur pólska fyrirtækinu eins og fyrr greinir árið 2016.

Afli Barkar (síðar Birtings) á þeim 43 árum sem Síldarvinnslan gerði hann út nam 1.546.235 tonnum og eru líkur á að ekkert íslenskt fiskiskip hafi fært jafn mikinn afla að landi.

Fyrsti skipstjórinn á Berki var Sigurjón Valdimarsson og stýrði hann skipinu allt til ársins 1981. Á árunum 1974-1976 var Hjörvar Valdimarsson einnig skipstjóri á móti Sigurjóni og á árunum 1976-1989 var Magni Kristjánsson skipstjóri, ásamt Sigurjóni framan af. Síðar áttu Jón Einar Jónsson, Helgi Valdimarsson, Sturla Þórðarson, Sigurbergur Hauksson og fleiri eftir að setjast í skipstjórastólinn á Berki. Eftir að skipið fékk nafnið Janus var Atli Rúnar Eysteinsson skipstjóri á því um tíma.

Heimasiða Svn.is

25.06.2022 11:47

Sulebas SF-100-SU

                                                       Sulebas SF-100-SU Mynd þorgeir Baldursson 

25.06.2022 01:28

Ekki þverfótað fyrir ýsu

Gullver á veiðum.Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

 

Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði að aflokinni rúmlega fimm sólarhringa veiðiferð sl. sunnudag. Frá því segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar að landað var úr skipinu 105 tonnum.

Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að þokkalega hafi aflast í túrnum.

 

Þórhallur Jónsson, skipstjóri. Mynd/Þorgeir Baldursson

Þórhallur Jónsson, skipstjóri. Mynd/Þorgeir Baldursson

 

„Aflinn var blandaður en mest var af karfa. Þetta var engin veisla en aflabrögðin voru tiltölulega jöfn. Þorskurinn var ekkert alltof viljugur að láta sjá sig en hins vegar var ekki þverfótað fyrir ýsu. Það virðist alls staðar vera fullt af ýsu. Við vorum að veiðum á svæðinu frá Litladýpi að Lónsdýpi og vorum töluvert í Berufjarðarálnum,“ segir Þórhallur.

Gullver hélt á ný til veiða á þriðjudagskvöld en skipstjóri í veiðiferðinni er Hjálmar Ólafur Bjarnason. Þetta er annar túrinn sem hann fer með skipið.

24.06.2022 10:55

Keyptu Samey á 538 milljónir

   Bás Sameyjar á Sjávarútvegsýningunni 2022 Kristján Karl Aðalsteinsson við Róbótinn  mynd þorgeir Baldursson

 

Fyrirtækið Samey Robotics var selt fyrir 538 milljónir króna á síðasta ári til Sjávarsýnar, fjárfestingafélags Bjarna Ármannssonar, og UAB LVG Holding, sem er í eigu Kristjáns Karls Aðalsteinssonar og Litháans Vyganadas Srebalius. Kaupverðið er rúm áttföld EBITDA ársins 2020. Þetta kemur fram í ársreikningi Sameyjar Holding, nýs móðurfélags Sameyjar.

Hlutafé Sameyjar Holding, sem er í jafnri eigu Sjávarsýnar og LVG, var aukið um 295 milljónir á síðasta ári. Félagið tók einnig langtímalán að fjárhæð 190,7 milljónir, þar af var tekið langtímalán frá tengdum aðila fyrir 14,9 milljónir.

Samey Robotics, sem þróar og framleiðir raf- og sjálfvirknibúnað, var áður í 41% eigu Þorkels Jónssonar og 39% eigu Helgu Hauksdóttur. Auk þeirra fóru Jón Þór Ólafsson og Svava Gústafsdóttir með sitthvorn 10% hlut í fyrirtækinu.

Hagnaðist um 53 milljónir í fyrra

Samey Robotics, sem hét áður Samey sjálfvirknimiðstöð, hagnaðist um 53 milljónir á síðasta ári samanborið við 44 milljónir árið 2020.

Tekjur félagsins jukust um 29,3% á milli ára og námu 916 milljónum króna á síðasta ári. Vegna aukins framleiðslukostnaðar dróst framlegð félagsins þó saman um 18% og nam 243 milljónum. Rekstrarkostnaður Sameyjar minnkaði hins vegar um þriðjung á milli ára og nam 150 milljónum samanborið við 228 milljónir árið áður. EBITDA-hagnaður félagsins jókst því úr 68 milljónum í 93 milljónir á milli ára.

Eignir Sameyjar námu 521 milljón króna í lok síðasta árs samanborið við 295 milljónir árið áður. Skýrist það einkum af hækkun viðskiptakrafna úr 38 milljónum í 311 milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins nam 111 milljónum í lok síðasta árs samanborið við 149 milljónir í árslok 2020 en félagið greiddi móðurfélaginu 91 milljón í arð í fyrra.

AF vef viðskiptablaðsins vb.is

22.06.2022 23:20

Geisli Sk 66

                                       7443 Geisli Sk 66 kemur til hafnar á Hofsósi mynd þorgeir Baldursson 

21.06.2022 22:18

Harðbakur EA 3 i slipp

                                          2963 Harðbakur EA 3 á leið i slipp mynd  Þorgeir Baldursson 21 júni 2022

21.06.2022 08:03

Skipin undirbúin fyrir makrílvertíð

Börkur NK í höfn í Skagen í Danmörku. Þar hefur .

                                                                                                     Börkur NK í höfn í Skagen. Ljósm. Grétar Örn Sigfinnsson

 

Að undanförnu hefur verið unnið að viðhaldi og endurbótum á uppsjávarskipum Síldarvinnslunnar fyrir komandi makrílvertíð.

Barði NK kom til heimahafnar í Neskaupstað í lok maí en þá hafði skipið verið í slipp á Akureyri frá lokum loðnuvertíðar. Meðal annars var aðalvél skipsins tekin upp og það heilmálað. Lítur Barði afar vel út og er hinn glæsilegasti. Eins og greint hefur verið frá mun áhöfn Bjarna Ólafssonar AK flytjast yfir á Barða.

Viðhaldi á Beiti NK hefur verið sinnt í Neskaupstað frá því að kolmunnaveiðum lauk. Bæði aðalvél og ljósavél skipsins voru yfirfarnar og ýmsum fleiri verkefnum hefur verið sinnt.

Börkur NK sigldi til Skagen í Danmörku að loknum kolmunnaveiðum og hefur verið þar í svonefndum ábyrgðarslipp. Í ábyrgðarslipp er farið yfir búnað skipsins þegar eitt ár er liðið frá því að smíði þess lauk í skipasmíðastöð Karstensens í Skagen. Nefna má að aðalvélar skipsins voru yfirfarnar og ýmsum minniháttar lagfæringum sinnt. Að sögn Grétars Arnar Sigfinnssonar, rekstrarstjóra útgerðar Síldarvinnslunnar, hefur vinnan við Börk gengið afar vel og er gert ráð fyrir að skipið sigli heim á leið um miðja vikuna.

Áformað er að skipin þrjú haldi til makrílveiða upp úr næstu helgi.

Af vef SVN 

21.06.2022 07:52

Aðalsteinn Jónssson Su i Slipp

                            2929 Aðalsteinn Jónsson SU 11  i Flotkvinni mynd Þorgeir Baldursson 

20.06.2022 07:39

Guðmundur Ve 29

            1272 Guðmundur VE 29 á siglingu á Faxaflóa með fullermi af loðnu mynd þorgeir Baldursson 

20.06.2022 06:01

Sighvatur Bjarnasson ve seldur úr landi

                                   2281 Sighvatur Bjarnasson ve 81seldur til Lithaen mynd þorgeir Baldursson

19.06.2022 19:48

Nýtt Hoffell SU-80 siglir inn í brakandi blíðu

Það var sannkölluð rjómablíða þegar nýtt og glæsilegt Hoffell sigldi inn fjörðinn rétt fyrir kl 10:00 í morgun.

Í dag kl. 14:00 verður móttökuathöfn við Bæjarbryggjuna þar sem hið glæsilega skip verður blessað og því gefið nafn. Að athöfn lokinni verður skipið til sýnis og eru allir velkomnir. Sjómenn úr áhöfninni munu fara um skipið með gestum.

Við hvetjum Fáskrúðsfirðinga ásamt íbúum Fjarðabyggðar og aðra gesti til að koma og samgleðjast með okkur á þessum stóru tímamótum í sögu fyrirtækisins.

Hér siglir skipið inn fjörðinn ný málað og glæsilegt með fajllið Hoffell í baksýn. Ljósmynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Fákrúðsfjörður skartar sínu fegursta er hann tekur á móti glæsilegu uppsjávarskipi Loðnuvinnslunnar. Ljósmynd: Valgeir Mar Friðriksson.
                                                                                                       3035 Hoffell Su 80      Ljósmynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Ljósmynd: Óskar Þór Guðmundsson
Ljósmynd: Óskar Þór Guðmundsson

af vef Loðnuvinnslunnar www.lvf.is

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1108
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060524
Samtals gestir: 50934
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:00:58
www.mbl.is